3 morgnar í röð
á morgnana drekk ég darjeeling te
tvo eða þrjá bolla með hunangi
og stundum laga ég tvo bolla af kaffi
handa vinkonu minni sem stundum gistir

og rista beyglu sem við skiptum á milli okkar
áður en ristavélin bilaði
nú hita ég beygluna í ofninum

vinkona mín er læst úti
hún er búin að vera læst úti í þrjá daga
og þess vegna er ég búin að laga bæði kaffi og te
þrjá morgna í röð  
Kristín Ómarsdóttir
1962 - ...
Áður óútgefið. 2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur

3 morgnar í röð
bláar stelpur