Afneitun allmennrar menntunar
Morgunn þessa mánudags
er mæðu allur sleginn.
Skapið skrítið, óheflað,
er skauta ég skólaveginn.
Því heima vil ég í hugleiðingu,
heldur en tímanum eyða
í valin kvæði & vitfirringu
og veikburða fræðiseiða.
Ég veit að vit mitt skákar þeim
vitlausu menntafræðum
sem bjóða upp á betri heim
og betrun á öllum lífsgæðum.
Ósk mín dýpsta er ekki sú
allt að vita \'um eitt.
Nei, að velja best úr villutrú
veitir mér ekki neitt.
er mæðu allur sleginn.
Skapið skrítið, óheflað,
er skauta ég skólaveginn.
Því heima vil ég í hugleiðingu,
heldur en tímanum eyða
í valin kvæði & vitfirringu
og veikburða fræðiseiða.
Ég veit að vit mitt skákar þeim
vitlausu menntafræðum
sem bjóða upp á betri heim
og betrun á öllum lífsgæðum.
Ósk mín dýpsta er ekki sú
allt að vita \'um eitt.
Nei, að velja best úr villutrú
veitir mér ekki neitt.
Lærum eitthvað sem enginn kann, þá fyrst verða framfarir...
-John McAnger
-John McAnger