

Í fögrum dal, í fjarlægu landi,
fann ég eitt svo magnað.
Fyrir utan tíma, í sælu svífandi,
sólríkis hásumars dag.
Dansandi
dreymandi
án kvaða,
í algleimi.
Laust mig ljúfasta tilfinning.
Á augnabliki vitund mín breyttist
í óendanlega tilveru.
Hugurinn, óður, braust um & þeyttist,
og augu mín stjórnlaust hringsnérust.
Líðandi
leikandi
í frelsi,
án mótstreymis.
Fékkst mér mín fegursta minning.
Að snúa til baka þótti mér verst,
að verða aftur að engum.
Standa aftur einn í stjórnlausri lest
sem stanlaust í hringi gengur.
fann ég eitt svo magnað.
Fyrir utan tíma, í sælu svífandi,
sólríkis hásumars dag.
Dansandi
dreymandi
án kvaða,
í algleimi.
Laust mig ljúfasta tilfinning.
Á augnabliki vitund mín breyttist
í óendanlega tilveru.
Hugurinn, óður, braust um & þeyttist,
og augu mín stjórnlaust hringsnérust.
Líðandi
leikandi
í frelsi,
án mótstreymis.
Fékkst mér mín fegursta minning.
Að snúa til baka þótti mér verst,
að verða aftur að engum.
Standa aftur einn í stjórnlausri lest
sem stanlaust í hringi gengur.