06.06.06
Vekjarinn í gemsanum hringi, klukkan er 06:40
ég er þreytt.
Morgunverkin gerast svona af gömlum vana
ég er þreytt.
8 tíma vinnudagur líður hjá
ég er ekki svo þreytt.
Kem heim úr vinnunni með viðkomu í leikskólanum eða búðinni klukkan er 16:30
ég er þreytt.
Kvöldverk af ýmsu tagi, gerast því þau verða að gerast
ég er þreytt.
Klukkan er orðin: \"Ég verða að fara að sofa svo ég verði ekki þreytt í fyrramálið\"
Samviskubitið sofnar með mér, klukkan er 23:30
ég er þreytt.  
Sigþrúður Jónasdóttir
1966 - ...


Ljóð eftir Sigþrúði

06.06.06
Þú
Í myrkri