Þú
Varstu til eða ekki.
Þú komst og þú fórst
eins og vindkviða á ljúfu vorkvöldi.

Hvers vegna kom sorgin ekki strax?
Hvernig má ég finna til?
Hver varstu?

Litla líf sem lýstir stutt,
ég sakna þín á undarlegan hátt.
Þú hefðir orðið minn gullmoli.

Ég græt, ég hugsa.
Leyfðu mér að muna þig,
þú varst til.  
Sigþrúður Jónasdóttir
1966 - ...
Til minningar um lítið ljós sem kviknaði en slokknaði fljótt aftur.


Ljóð eftir Sigþrúði

06.06.06
Þú
Í myrkri