

Varstu til eða ekki.
Þú komst og þú fórst
eins og vindkviða á ljúfu vorkvöldi.
Hvers vegna kom sorgin ekki strax?
Hvernig má ég finna til?
Hver varstu?
Litla líf sem lýstir stutt,
ég sakna þín á undarlegan hátt.
Þú hefðir orðið minn gullmoli.
Ég græt, ég hugsa.
Leyfðu mér að muna þig,
þú varst til.
Þú komst og þú fórst
eins og vindkviða á ljúfu vorkvöldi.
Hvers vegna kom sorgin ekki strax?
Hvernig má ég finna til?
Hver varstu?
Litla líf sem lýstir stutt,
ég sakna þín á undarlegan hátt.
Þú hefðir orðið minn gullmoli.
Ég græt, ég hugsa.
Leyfðu mér að muna þig,
þú varst til.
Til minningar um lítið ljós sem kviknaði en slokknaði fljótt aftur.