Til sölu
Andlitslyft kona
á besta stað í lífinu
með sérinngangi
og tvískiptum glerjum.
Farið er inn
í teppalagt hol
þar sem skemmtilegir hlutir gerast.

Tegund : Hvítur millistéttarkvenmaður.
Upphitun : Já takk.
Stærð : 170 cm.
Byggingarár : 1968.
Áhvílandi : 2 fyrrum eiginmenn.

Höfum við ekki öll okkar verðmiða?

 
Linda Björk Markúsardóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Lindu Björk Markúsardóttur

Hið fallna lauf
Lífið
Til sölu
Hið ódauðlega
Kreppa - Partur DCLXVI