

Á fölbleikum akri
standa ferhyrndar ær
með augu svört.
Á stórri skel
stendur nakin mær,
feimin en björt.
Á mjúkum steini
liggur bráðnandi úr,
tímalaust
og öskrandi maður
á brú gerðri úr múr
um bleksvart haust.
Í málverki miðju
stend ég
og nýt þessa alls
á meðan heimurinn
utan rammans
riðar til falls.
standa ferhyrndar ær
með augu svört.
Á stórri skel
stendur nakin mær,
feimin en björt.
Á mjúkum steini
liggur bráðnandi úr,
tímalaust
og öskrandi maður
á brú gerðri úr múr
um bleksvart haust.
Í málverki miðju
stend ég
og nýt þessa alls
á meðan heimurinn
utan rammans
riðar til falls.