Hið ódauðlega
Á fölbleikum akri
standa ferhyrndar ær
með augu svört.
Á stórri skel
stendur nakin mær,
feimin en björt.

Á mjúkum steini
liggur bráðnandi úr,
tímalaust
og öskrandi maður
á brú gerðri úr múr
um bleksvart haust.

Í málverki miðju
stend ég
og nýt þessa alls
á meðan heimurinn
utan rammans
riðar til falls.  
Linda Björk Markúsardóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Lindu Björk Markúsardóttur

Hið fallna lauf
Lífið
Til sölu
Hið ódauðlega
Kreppa - Partur DCLXVI