Borðið þér trúna
Ég þekki brúnku sem vinnur hjá biskupsstofu
Hún er brútal og uppfull af heift
Hún segir ,,ég hata alla samkynhneigða
Og óska þess að þrælahald yrði aftur leyft”
En ekki staðfesta sambúð eða hjónaband
Eða réttindi hvað þá ríkis og kirkju - aðskilnað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Og þú segir ,,hvað?
Amar þessum saurugu heiðingjum að?”
Marteinn Lúther hann var alltaf að heiman
Eiginkonan fékk varla að sjá hann
Lét murka lífið úr mörg þúsund manns
Og ekki að sjá, að það fengi beinlínis á hann
Það er oft þannig
Þegar maður á annaðborð er kominn af stað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Er þú segir ,,hvað?
vilja þau skilja ríki og kirkju að?”
Heyrðu ég ætla að kýla á það að drekkja þér
Alveg hreint á bólakaf
Því Biblían mín sem ég pæli hvað mest í
Hún segir það beinlínis í hverjum bókstaf
Og ég er svo hjartahreinn - í brjósti
En bifa þér varla úr stað
En drekkið þér trúna, séra Rúna?
Drekkið þér trúna, séra Rúna?
Drekkið þér trúna, séra Rúna?
Og hvað – segir Drekkingarhylur um það?
Ég ráfaði um bæði ringlaður
Og ráðvilltur og fílaði mig ekki hér
En það var af því ég hélt ég væri hálfur
Og að afgangurinn hann væri hjá þér
En þú ert hvergi
Þar sem kem ég nei, þú áttir þér aldrei stað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Og best smakkast hvað -
Á þeim sýndarskyndibitastað?
Hún er brútal og uppfull af heift
Hún segir ,,ég hata alla samkynhneigða
Og óska þess að þrælahald yrði aftur leyft”
En ekki staðfesta sambúð eða hjónaband
Eða réttindi hvað þá ríkis og kirkju - aðskilnað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Og þú segir ,,hvað?
Amar þessum saurugu heiðingjum að?”
Marteinn Lúther hann var alltaf að heiman
Eiginkonan fékk varla að sjá hann
Lét murka lífið úr mörg þúsund manns
Og ekki að sjá, að það fengi beinlínis á hann
Það er oft þannig
Þegar maður á annaðborð er kominn af stað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Er þú segir ,,hvað?
vilja þau skilja ríki og kirkju að?”
Heyrðu ég ætla að kýla á það að drekkja þér
Alveg hreint á bólakaf
Því Biblían mín sem ég pæli hvað mest í
Hún segir það beinlínis í hverjum bókstaf
Og ég er svo hjartahreinn - í brjósti
En bifa þér varla úr stað
En drekkið þér trúna, séra Rúna?
Drekkið þér trúna, séra Rúna?
Drekkið þér trúna, séra Rúna?
Og hvað – segir Drekkingarhylur um það?
Ég ráfaði um bæði ringlaður
Og ráðvilltur og fílaði mig ekki hér
En það var af því ég hélt ég væri hálfur
Og að afgangurinn hann væri hjá þér
En þú ert hvergi
Þar sem kem ég nei, þú áttir þér aldrei stað
En borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Borðið þér trúna, séra Rúna?
Og best smakkast hvað -
Á þeim sýndarskyndibitastað?