

Liljur vallarins munu blómstra
í heiminum eftir okkar daga
regnið mun koma á ný
og enn sem fyrr
mun lækurinn renna upp á við
Meyjar munu valhoppa um túnin
prýddar blómum og slæðum
sólin mun skína sem fyrr
og enn á ný
mun draumurinn leiða manninn
í heiminum eftir okkar daga
regnið mun koma á ný
og enn sem fyrr
mun lækurinn renna upp á við
Meyjar munu valhoppa um túnin
prýddar blómum og slæðum
sólin mun skína sem fyrr
og enn á ný
mun draumurinn leiða manninn