Dögun nýrra tíma
Nóttin var komin nær enda
er níþungir fætur mínir ákváðu\'að lenda
niður á Lækjartorg,
neðst í Reykjavíkurborg,
að nýbakaðri vöfflu\'í\'mig henda.
Í sælkeravímu ég sveif,
svo mér snéri í norður og stúlku þá leit,
sem eins\'og himinsins sól
þar stóð hjá og hló
og á horfði mean vöffluna ég beit.
Þar næst ég bauð henni bit,
og bita hún tók sér, með munaði.
Ég sagði: Er\'hún ekki góð?
Og um leið og ég stóð
við örkuðum að Norðurmýri.
Þá úr sálargluggunum skein
þessi seiðandi orka, svo sönn & hrein,
sem sagði: Ég er öll þín,
þitt þrotlausa vín.
Svo þreif hún mig beint með sér heim.
Þar kynntist ég konunni fyrst
sem kenndi mér blíðlega\'að lifa\'af list.
Já, aðeins með orðum tveim
át hún burtu mín mein
og alla mína sálarangist.
Nú þakka ég öllum vættum
að á þessu kvöldi við hvort öðru mættum,
því eins\'og Eva fyrir nöðru
við féllum fyrir hvoru\'öðru
og fyrir lífstíð hvort annað bættum.
Ég montinn er mjög henni af,
ég mun elska\'hana\'að\'eilífu, ég beinlínis þarf.
Ég mun gleðja\'hennar geð,
já, og ganga\'henni með
gegnum lífsins stór\'fjölbreitta garð.
Því lýsi ég yfir hér með,
já, yfir gjörvallan heiminn ég ástfanginn kveð:
Það er aðeins hún
sem ann ég trúr nú!
Nei, ekkert annanð fær stillt mitt geð
er níþungir fætur mínir ákváðu\'að lenda
niður á Lækjartorg,
neðst í Reykjavíkurborg,
að nýbakaðri vöfflu\'í\'mig henda.
Í sælkeravímu ég sveif,
svo mér snéri í norður og stúlku þá leit,
sem eins\'og himinsins sól
þar stóð hjá og hló
og á horfði mean vöffluna ég beit.
Þar næst ég bauð henni bit,
og bita hún tók sér, með munaði.
Ég sagði: Er\'hún ekki góð?
Og um leið og ég stóð
við örkuðum að Norðurmýri.
Þá úr sálargluggunum skein
þessi seiðandi orka, svo sönn & hrein,
sem sagði: Ég er öll þín,
þitt þrotlausa vín.
Svo þreif hún mig beint með sér heim.
Þar kynntist ég konunni fyrst
sem kenndi mér blíðlega\'að lifa\'af list.
Já, aðeins með orðum tveim
át hún burtu mín mein
og alla mína sálarangist.
Nú þakka ég öllum vættum
að á þessu kvöldi við hvort öðru mættum,
því eins\'og Eva fyrir nöðru
við féllum fyrir hvoru\'öðru
og fyrir lífstíð hvort annað bættum.
Ég montinn er mjög henni af,
ég mun elska\'hana\'að\'eilífu, ég beinlínis þarf.
Ég mun gleðja\'hennar geð,
já, og ganga\'henni með
gegnum lífsins stór\'fjölbreitta garð.
Því lýsi ég yfir hér með,
já, yfir gjörvallan heiminn ég ástfanginn kveð:
Það er aðeins hún
sem ann ég trúr nú!
Nei, ekkert annanð fær stillt mitt geð