Árstíðir
Ungur og óreyndur
andans maður.
Vorið er vatnið tært.
Syngja fuglar
fagurt um upphaf.
Vorið er vonarbirta.

Bljúg er bænin,
börnin leika.
Sumar er sólar ævintýr.
Ástir og yndi,
eilífð er virðist.
Sumar er sálar sefjun.

Litir dofna,
deyja blómin.
Haustið er svartsýnis spá.
Dvínar gleði,
gleymist sumar.
Haustið er gráhært grey.

Harðindi hefjast
að hausti loknu.
Vetur er vonleysið.
Seint mun sólin
sindra á ný.
Vetur er hörgull og harmur.  
Arnór
1990 - ...
Verkefni í íslenskutíma í var að búa til persónugervingu, ég tók það nokkrum skrefum lengra og samdi þetta kvæði í ljóðahætti.


Ljóð eftir Arnór

Árstíðir
Sé ég í anda