Blóm fyrir Davíð
Ég hef ekkert lært
hugur minn fylltur óljósum líkum fortíðar sem hrannast upp, líða um tjörnina og næra óræktina, óreiðuna í garðinum.
Ég hef ekkert lært
penni minn svo blóðugur af ritvelli fortíðarinnar og sundurtættri ófreskju hugmyndafræðinnar að það er of seint að leggja hann frá sér.
Ég hef ekkert lært
þessi andardráttur, raddbönd, svipur, hugsun sem neitar að viðurkenna eða gefast upp.
Ég hef ekkert lært
hef ekkert lært
ekkert lært
ekkert
ekkert lært
hef ekkert lært
Ég hef ekkert lært
Ég hef ekkert
Ég hef
Ég
Náriðlarnir í garðinum færa mér blaðið í Morgunskímunni.
hugur minn fylltur óljósum líkum fortíðar sem hrannast upp, líða um tjörnina og næra óræktina, óreiðuna í garðinum.
Ég hef ekkert lært
penni minn svo blóðugur af ritvelli fortíðarinnar og sundurtættri ófreskju hugmyndafræðinnar að það er of seint að leggja hann frá sér.
Ég hef ekkert lært
þessi andardráttur, raddbönd, svipur, hugsun sem neitar að viðurkenna eða gefast upp.
Ég hef ekkert lært
hef ekkert lært
ekkert lært
ekkert
ekkert lært
hef ekkert lært
Ég hef ekkert lært
Ég hef ekkert
Ég hef
Ég
Náriðlarnir í garðinum færa mér blaðið í Morgunskímunni.