

Allir þessir dauðu eru enn til
í mér þeir lifa góðu lífi
minning um mann af manni fram
langt aftur í aldir
Já heimur endar hjá hverjum og einum
en minning um mann sem mundi annan
lifir í minningu þeirra sem muna þig
Allir þessir dauðu eru enn til í mér
en heimur endar hjá hverjum og einum
dauðinn er alltaf heimsendir hér
í mér þeir lifa góðu lífi
minning um mann af manni fram
langt aftur í aldir
Já heimur endar hjá hverjum og einum
en minning um mann sem mundi annan
lifir í minningu þeirra sem muna þig
Allir þessir dauðu eru enn til í mér
en heimur endar hjá hverjum og einum
dauðinn er alltaf heimsendir hér