Öfugmælavísur
Lóan hefur lipra hönd,
leysir marga hnúta,
selur vefur sokkabönd,
svínið vefur klúta.

Eg sá hest með orf og ljá
úti á túni vera að slá.
Hátt í lofti heyrði eg þá
hund og tófu kveðast á.  
Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld
1560 - 1640
(eða eignað honum)


Ljóð eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld

Í eld er best að ausa snjó
Öfugmælavísur