Tálkvendi illskunnar
Söngur hennar ómaði eins og sellókonsert
Röddin seiðandi og róandi fangaði mig
Reyni að flýja burt frá tælandi söngnum
Get ekki - get ekki hlaupið nógu hratt
Hvernig sem fer ég missi vitið
Örmagna og vitstola í örmum hennar
eða örmagna og vitstola í djúpum helli gleymsku minnar.
 
Atli Ágúst
1975 - ...


Ljóð eftir Atla

Tálkvendi illskunnar
Gröfin