

Ferskeytlu ég ber á blað
bara þegar nenni,
því mér finnst svo erfitt að
yrkja samkvæmt henni.
Oft hef leikið grátt mitt geð
og gráðugt tuggið neglur.
Fullt ég á í fangi með
flóknar bragarreglur.
Mér í vegi myndi fátt
mega fá að standa
ef ég hefði æðri mátt
einhvers hagorðs fjanda.
Raun er önnur - gerist gramt
geðið vegna þessa.
Eðli mínu er ekki tamt
orð í brag að hvessa.
Eftir hætti er pínlegt puð
pælingar að virkja.
Eflaust væri stanslaust stuð
stuðlalaust að yrkja;
semja alls kyns atómdrög,
orðum saman lötra,
yrkja fram í lengstu lög,
laus við stuðlafjötra.
En...
...þó svo braglaus geti góð
gerst, er annað fegra:
Að ég stuðli öll mín ljóð.
Enda skemmtilegra.
bara þegar nenni,
því mér finnst svo erfitt að
yrkja samkvæmt henni.
Oft hef leikið grátt mitt geð
og gráðugt tuggið neglur.
Fullt ég á í fangi með
flóknar bragarreglur.
Mér í vegi myndi fátt
mega fá að standa
ef ég hefði æðri mátt
einhvers hagorðs fjanda.
Raun er önnur - gerist gramt
geðið vegna þessa.
Eðli mínu er ekki tamt
orð í brag að hvessa.
Eftir hætti er pínlegt puð
pælingar að virkja.
Eflaust væri stanslaust stuð
stuðlalaust að yrkja;
semja alls kyns atómdrög,
orðum saman lötra,
yrkja fram í lengstu lög,
laus við stuðlafjötra.
En...
...þó svo braglaus geti góð
gerst, er annað fegra:
Að ég stuðli öll mín ljóð.
Enda skemmtilegra.
nóv '09