Orð
Á morgnana þegar ég vakna bíða þau,
ég heyri í þeim og finn fyrir þeim.
Ég get næstum því séð þau.

Þau eru í huga mér og allt um kring. Bíða, dansa, leika sér og taka á sig myndir.
Þetta eru orð.

Í draumum mínum heimsækja þau mig,
raða sér saman í falleg ljóð og endalausar sögur.
Þau hæða mig.

Þegar ég reyni að fanga þau,
koma á þau reglu.
Neita þau.

Það er einhver ósýnilegur þröskuldur sem
þau neita að fara yfir.
Þau hæða mig.

Og öll ljóðin og sögurnar hverfa á ný,
bíða þess aftur að leika sér.
Allt um kring og í höfðinu á mér.

Ég þarf að læra betur að lokka þau út.  
FBMB
1971 - ...


Ljóð eftir FBMB

Orð
Ellin
Lærdómur