

Þetta verður vesen fyrst um sinn
síðan lagast þetta smám saman
seinna læðist hún ein að nóttu
og leggst við hlið þér
löngunin í næsta glas
Þetta verður vesen fyrst um sinn
síðan versnar þetta smám saman
seinna kemur hún öskrandi
og sparkar í þig liggjandi
löngunin til að hætta
síðan lagast þetta smám saman
seinna læðist hún ein að nóttu
og leggst við hlið þér
löngunin í næsta glas
Þetta verður vesen fyrst um sinn
síðan versnar þetta smám saman
seinna kemur hún öskrandi
og sparkar í þig liggjandi
löngunin til að hætta