

Það er rigning.
Húsin standa hljóð við götuna.
Gulleit birta götunnar sindrar í dropum þakrennanna.
Ég hleyp milli húsaraðanna
berfættur
finnst ég finna bragðið af laufunum
í gegnum tærnar.
Smá vindur
bílljós
sem koma og fara
og minning bak við girðingarnar.
Húsin standa hljóð við götuna.
Gulleit birta götunnar sindrar í dropum þakrennanna.
Ég hleyp milli húsaraðanna
berfættur
finnst ég finna bragðið af laufunum
í gegnum tærnar.
Smá vindur
bílljós
sem koma og fara
og minning bak við girðingarnar.