

Ríkisstjórn er úti að aka
ei er klaufum gefið lag.
Réttri hönd í rass að taka
reynist fátítt vera í dag.
Gerist fátt um góða hluti
gleymast loforð allstaðar.
Ámátlegur auðvaldsputi
er að sliga þjóðarskar.
Vinstri stjórnin líknarlétt
líkleg til að velta.
Fjármagn er í forgng sett
fólkið látið svelta.
Eflaust brosir íhaldslið
og æpir hvað það getur.
Hót sé skárra haldið þið?
Hugsið málið betur.
ei er klaufum gefið lag.
Réttri hönd í rass að taka
reynist fátítt vera í dag.
Gerist fátt um góða hluti
gleymast loforð allstaðar.
Ámátlegur auðvaldsputi
er að sliga þjóðarskar.
Vinstri stjórnin líknarlétt
líkleg til að velta.
Fjármagn er í forgng sett
fólkið látið svelta.
Eflaust brosir íhaldslið
og æpir hvað það getur.
Hót sé skárra haldið þið?
Hugsið málið betur.
Ort 8.3.10