Sagan eilífa.
Það var allveg dimmt fyrstu daganna eftir að mér var plantað í moldinni, en það var ólýsanleg tilfinning þegar ég steig fyrsta skrefið í átt til himna og leit fyrst dagsins ljós. Ljósið þurfti að hlúa vel að mér fyrst til að byrja með og vatn var grunnforsenda til þess að ég mundi halda velli og er enn í dag. Vaxtarkippirnir tóku á. Fyrst var allt fyrir mér og ég fékk ey ljós en einn daginn fór ég að vaxa af viti og ég var kominn yfir hindranirnar og fékk það ljós sem ég þurfti. Minn helsti sársauki er þegar ég horfði í kringum mig og sá hvað ég var lítill það er vont og það fór ekkert vegna þess að eftir því sem ég stækkaði þá var alltaf eitthvað annað sem var stærra en ég. Mér fannst það vont og fann fyrir minnimáttarkennd. En þá fattaði ég löngu,löngu,löngu seinna þegar ég var orðinn rosalega stór að ég horfði bara alltaf á eitthvað sem var fyrir ofan mig, sama hversu stór ég mundi verða mundi það alltaf verða eitthvað sem yrði stærra en þá fattaði ég að ég var ekki þetta eitt sem var aðgreint frá hinu minna eða stærra alldrei yrði ég stærri en jörðin sem ég átti djúpar rætur til. Ég var tré sem var hluti af jörðinni sem var hluti af öllu sem var ég varð eitt með öllu hinu og hætti að sjá mig sem eitt og annað sem hitt. Ég var orðinn hluti af öllu hinu og var orðið eitt með öllu.Sælan hefur verið eilíf síðan og ást á öllu Þá sá ég mitt hlutverk. það var að anda frá mér svo að aðrir megi anda að sér, ég fékk næringu frá sólinni, vatninu og jörðinni og hinir fengu súrefnið sem ég andaði frá mér. Elífa hringrás á sér engar stoðir nema allt styðji hvort annað vegna svo að aðrir megi styðja mig því það ég er hluti af. Blekkinginn er að við séum aðgreint frá þér , ég og þú þetta og hitt , það er bara eitt. Nafn mitt er. Ég er tré.