Myrkrið
Ég hef aldrei skilið þessa duttlunga

Af hverju geta hlutirnig ekki
verið sléttir og feldir?

hví þessar breytingar, sveiflur, gleði og sorg?

hví þessi tár, hví þessi ár, hví þetta bévítans, bölvaða skelfingar fár?

Oft hef ég spurt, en lítið fengið til baka.

Ætli mér sé ætlað eitthvað meira?

Myrkrið lýsir mér best, kemur og fer í tímabilium.
Það sama má segja um minn andlega styrk, kemur og fer.

Sennilega er ekkert annað að gera en njóta hans þegar hann býður upp á það.

Og halda áfram að bíða og vona að lífið verði einhvern tímann hinn fullkomni dans sem ég vænti sem barn.

Það fæst allavega ekkert með uppgjöf...  
Anna Sæunn Ólafsdóttir
1987 - ...


Ljóð eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur

Kvöldið í kvöl
Myrkrið
Tilvist á tilboði!