Kveðja í baðhúsið
Kvennaval ég kærast lít
kunna skrúbba og bóna.
Af mér taka allan skít
svo ei ég líkist róna.
Frá þeim ætíð flottur fer
félagsskapinn trega.
Þakkir ykkur bestar ber
og blessun ævilega.
Enn þó leikur laus við sóta
líkar ýmsum verr það mál.
Vinur að mér var að skjóta
hvort skrúbbað gætuð mína sál?
Imprað hef á ýmsu hér
ekki meira segi.
Kveðjur ykkur bestar ber
bóndinn í Skálateigi.
kunna skrúbba og bóna.
Af mér taka allan skít
svo ei ég líkist róna.
Frá þeim ætíð flottur fer
félagsskapinn trega.
Þakkir ykkur bestar ber
og blessun ævilega.
Enn þó leikur laus við sóta
líkar ýmsum verr það mál.
Vinur að mér var að skjóta
hvort skrúbbað gætuð mína sál?
Imprað hef á ýmsu hér
ekki meira segi.
Kveðjur ykkur bestar ber
bóndinn í Skálateigi.
Ort 30.4.10