Tilvist á tilboði!
Kostar bara:

Þroska til að vita að þú veist aldrei allt best.
Þekkingu til að geta leiðbeint þeim á þurfa að halda.
Anda til að geta skapað og litið á björtu hliðarna
Stympingar svo þú lærir að njóta rólegu stundana.
Gleði svo þú getir glatt aðra.
Ást til að næra hjartað.
Hreyfingu til að næra andann.
Gjafmildi til að næra sálina.
Fæðu til að næra orkuna.
Atorku til að finna hamingjuna.
Svefn til að næra hugann.
Sjálfsmynd svo þú standir upp fyrir sjálfri/um þér.
Kynlíf til að læra að njóta.
Sorg til að læra að gleðjast.
Hugmyndir til að læra að nýta hæfileika þína.
Andvöku til að læra að njóta þess að sofa.
Bið svo þú lærir þolinmæði.
Grát til að opna sálina.
Orku til að leika við börnin þín. Hlátur til gefa orku.
Umburðarlyndi svo þú losnir við streitu.
Væntingar til að halda í vonina.
Velgengni til hvatningar.
Vonbrigði til að stíga niður á jörðin.
Þunglyndi svo þú gefir þér meiri tíma fyrir sjálfa/n þig.
Vináttu svo þú lærir að þekkja þig.
Vandamál til að læra að takast á við þau.
Samskipti til næra þekkinguna.
Stolt til að leggjast aldrei í grasið. Hvíld svo þú hafir orku til athafna. Leiða svo þú njótir þess að vinna.
Verki svo þú berir virðingu fyrir líkamanum.
Frí til að endurnæra sálina.
Mistök til að næra þroskann.
Dans til að næra upprunann.
Ábyrgðartilfinningu til að geta veitt skjól.
Dugnað svo þú látir drauma þína rætast.
Losta til að njóta auglabliksins.
Reiði til að læra umburðarlyndi.
Veikindi svo þú njótir lífsins. Þolinmæði til að vera til staðar.
Áhuga til að geta gleymt þér.

og endalausa ástríðu á lífinu, umheiminum, tilganginum og ljósinu sem lýsir okkur öllum...  
Anna Sæunn Ólafsdóttir
1987 - ...
Lífið er ekki alltaf eins og við vildum að það væri, en við búum öll yfir mætti til að gera það að okkar.


Ljóð eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur

Kvöldið í kvöl
Myrkrið
Tilvist á tilboði!