Ó bær minn bær, í blóma þínum felldur,
Nú bryggjur þínar tómar standa vörð.
Í græðgi varstu glæpum ofurseldur
Og gröf þín tekin djúpt í eigin svörð.
og bergmál lífs er féll við fjallsins rætur.
Þar fölur máninn einn þitt andlát leit.
Eg man þig enn en minningin hún grætur
Sem morgundögg þig tárin lauga heit.


Ó borg mín borg er beygð af kreppu
stendur
Með brothætt hús er nýreist standa köld.
Í veðurofsa með brot á báðar hendur
Þú berst til feygðar er svefninn tekur völd.
Því spilling þig loks yfir tók með öllu
Og allt þitt stolt og reisn var sett á bál.
Og ösku þess var dreift um víða völlu
Sem einhvers virði var í þinni sál.


Ó land mitt land eg lofa þinar strendur
Og lýt í auðmýkt allri þinni dýrð.
Þinn mikli auður féll á fáar hendur
Og fégræðgin nú kastar á þig rýrð.
Og þó að allir í þig baki snúi
þá aldrei mun eg yfirgefa þig.
í áföllum þá þjóðin að þér hlúi,
Því Íslendingur mun ávallt vernda þig.


 
Bjarni Tryggva
1963 - ...


Ljóð eftir Bjarna Tryggvasyni




Blóð og vinir!
Í myrkrinu!

Í dimmum dal