Er eg yfirgaf ungur þær slóðir,
er eg æskustrengin minn sleit.
Saman vinirnir þar vígamóðir
vildum burt í þá eilífu leit.
Sem hamingju og frægð skildi færa,
engin fjöll, né þokunnar ró.
Í stað fyrir fjörðinn minn kæra
finndi eg af alsælu nóg.
En djúpt í mér lifir sá logi
er lóðsar og stendur þar vörð.
það er sem tárin mig togi
í tignalegan Nípunar-fjörð.
Þar sem loftið ber eilífan anga
þar er ástar og æskunnar slóð,
þar sem lognið leitar sér fanga
í logandi morgun glóð.
Því hvar svo sem leiðin mín liggur
þá leitar hugur minn alltaf heim.
Þar sem fjörðurinn fegurð þyggur
af fjöllunum okkar tveim.
Mínar Bænir þær bera mig aftur
beigðan eftir heimsins rót.
þar í berginu býr enn sá kraftur
er blóð mitt tekur í mót.
Þar mun eg friðinn loks finna,
hjá fóstru er hallar að nótt.
Með faðmi fjallanna sinna
mun fjörðurinn mig umvefja hljótt.
er eg æskustrengin minn sleit.
Saman vinirnir þar vígamóðir
vildum burt í þá eilífu leit.
Sem hamingju og frægð skildi færa,
engin fjöll, né þokunnar ró.
Í stað fyrir fjörðinn minn kæra
finndi eg af alsælu nóg.
En djúpt í mér lifir sá logi
er lóðsar og stendur þar vörð.
það er sem tárin mig togi
í tignalegan Nípunar-fjörð.
Þar sem loftið ber eilífan anga
þar er ástar og æskunnar slóð,
þar sem lognið leitar sér fanga
í logandi morgun glóð.
Því hvar svo sem leiðin mín liggur
þá leitar hugur minn alltaf heim.
Þar sem fjörðurinn fegurð þyggur
af fjöllunum okkar tveim.
Mínar Bænir þær bera mig aftur
beigðan eftir heimsins rót.
þar í berginu býr enn sá kraftur
er blóð mitt tekur í mót.
Þar mun eg friðinn loks finna,
hjá fóstru er hallar að nótt.
Með faðmi fjallanna sinna
mun fjörðurinn mig umvefja hljótt.