

Í myrkrinu þar sem elskendur mætast
Til mánans hvísla óskum sem rætast
Þar fegurð lífsins flæðir.
Þar mjúkir geislar mánans lýsa,
í myrkrinu hlýju upp skuggar rísa,
og foldu lífi glæðir
Og hjörtun ótt og títt þar tifa,
og tónar lífsins rísa, lifa.
Þar ís og eldur mætast.
Merlandi döggin í moldina sýgur
og mánans sigð um nóttina flýgur.
Þar elskenda óskir rætast
BT
Til mánans hvísla óskum sem rætast
Þar fegurð lífsins flæðir.
Þar mjúkir geislar mánans lýsa,
í myrkrinu hlýju upp skuggar rísa,
og foldu lífi glæðir
Og hjörtun ótt og títt þar tifa,
og tónar lífsins rísa, lifa.
Þar ís og eldur mætast.
Merlandi döggin í moldina sýgur
og mánans sigð um nóttina flýgur.
Þar elskenda óskir rætast
BT