Í dimmum dal
Í dimmum dal

þegar sólin í dalnum þínum sest
og skuggar taka völdin í þinu lífi.
Þá finnst þér oft "að fara" væri best
og fegurð lífs við þínum sorgum hlífi.

Þá mundu það að þú ert ekki einn
og þreittur skaltu tilla þér við vegin
Í brjósti þínu brennur logi hreinn
sem blaktir ef að ferð þú hinumegin.

Því þó þú farir einn um dimman dal
og dauðinn einn af þínum förunautum.
Þá óttist ei því að í lífsins ljósasal
logi drottins lýsir þér úr þrautum.

Hann elskar þig, þú skalt ekki efast.
Eilífðina og miskun mun hann veita.
Í framtíð munu góðir hlutir þér gefast
og Guðs og æðruleysis þar skaltu leita .

Þú vaknar og ert lagður lífsins böndum.
Lífið er það sem fær þig til að brosa.
Hamingjan þér hélt í traustum höndum,
hélt fast og mun aldrei takið sitt losa.

BT
 
Bjarni Tryggva
1963 - ...


Ljóð eftir Bjarna Tryggvasyni




Blóð og vinir!
Í myrkrinu!

Í dimmum dal