Í rútuferð 19.5.10
Molar hafa af mínu borði
megnað hrynja til og frá.
Oft mér fórst er illa horfði
eins og lán mér væri hjá.
Yfir land slær öskuryki
engin ferð í lofti er.
Hangi í rútu sem hænsn´ á priki
hart er komið fyrir mér.
Ungur maður upp úr sæti
annað skárra býður mér.
Virðist tíðum vinur mæti
á vegi mínum hvar ég fer.
Góða vætti bið að blessa
og bera þá á höndum sér
er ekki sitja eins og klessa
ef að vanda að höndum ber.
megnað hrynja til og frá.
Oft mér fórst er illa horfði
eins og lán mér væri hjá.
Yfir land slær öskuryki
engin ferð í lofti er.
Hangi í rútu sem hænsn´ á priki
hart er komið fyrir mér.
Ungur maður upp úr sæti
annað skárra býður mér.
Virðist tíðum vinur mæti
á vegi mínum hvar ég fer.
Góða vætti bið að blessa
og bera þá á höndum sér
er ekki sitja eins og klessa
ef að vanda að höndum ber.
Ort í rútu Akureyri- Egilsstaðir, með óferjandi litlum sætum.