Bömmer
Gekk á plankann - hoppaði,
á vatninu skoppaði,
því já ég fékk,
út ég gekk
og fékk mér rettu' í munn.

Liðu dagar - hugsaði,
velti mér upp úr munaði
uns samtal rann;
í brjóstið brann
sniðið nokkurri miskunn.

Neitun svarar - verkjaði -
í hjartað meirt markaði
óhrein sár
og bitur tár
er leitaði ég að vorkunn.

Ég leitaði' að réttum verknaði
til bótar fyrum gjörnaði
en engan fann,
því gjörnað þann
ég gjörði hafði' af einkunn.

Svo áfram hélt af dugnaði
létka drukkna' í þessu svaði.
Fann þá visku,
fann þá dirfsku
til áframhalds mér kunn.

Kosti alla kannaði,
konur allar mannaði.
Komst að því
að þvílík víf
sjaldgæf eru' að finna.  
Þórhallur
1990 - ...


Ljóð eftir Þórhall

Sljór
Bömmer
Ljóð af tilefni