Ljóð af tilefni
Hvanndals gerir kunta nú
sér kaldrifjaðar grillur
um að eignast okkar bú
aska, skápa' og hillur.
Flanið ekki fattar sú,
finnur ekki villur,
því svona komum við fram við frú
en fjarri nokkrar frillur.
Um ógurlega skassið skætt
skeyti' ég ekki hót
en betur vildi' ei barni fætt
bregða fyrir fót.
En ekki er það okkar starf
að ala' upp þessa snót.
Nælir hún í niðjaarf,
næg finnst mér sú bót.
Svo hendum núna Dóru' á dyr,
dyggðin hefði' mátt gerast fyrr.
Hún má dúsa' á hæli' eða götu;
- afsakið meðan ég æli í fötu.
sér kaldrifjaðar grillur
um að eignast okkar bú
aska, skápa' og hillur.
Flanið ekki fattar sú,
finnur ekki villur,
því svona komum við fram við frú
en fjarri nokkrar frillur.
Um ógurlega skassið skætt
skeyti' ég ekki hót
en betur vildi' ei barni fætt
bregða fyrir fót.
En ekki er það okkar starf
að ala' upp þessa snót.
Nælir hún í niðjaarf,
næg finnst mér sú bót.
Svo hendum núna Dóru' á dyr,
dyggðin hefði' mátt gerast fyrr.
Hún má dúsa' á hæli' eða götu;
- afsakið meðan ég æli í fötu.