Fjóla
Þarna er hún enn og þraukar
þann vind sem ílla lætur
rammur rómur að mér baukar
að hún hafi sterkar rætur.
Ef hún getur varist veður þetta
verð ég hugfanginn
hvað ef hún er sú rétta,
held ég sé ástfanginn.
það birtir á bárunni við fjörðinn
og brælan hún dvín
Fjólan stendur föst við svörðinn,
faðmar blöðin sín.
 
Bakkus
1984 - ...


Ljóð eftir Bakkus

Vetur
Fjóla
Hugdetta
Sveitin mín