Leiklist: Sonnetta
Nú fer ég með yndislegt ljóð
sem úr mínum munni fellur einsog flóð
yndishljóð
úr mínum orðasjóð
koma óð
kokhljóð

Sigurður sigurður sigurður
leggur af stað í leiðangur
einn tveir þrír sigurður
í leiðangur
ljóðaleiðangur

Ég fer í tíma,
nennið þið að hætta að horfa á mig
ég er að lesa
af þessum litla pappírspésa
ég þekki einn pésa
gefið mér að éta

Ég stunda leiklist
en hata list
minn innri maður kirkist
svo enga fái ég fjarvist

Ágúst þegiðu
hér er ég að fara með þríliðu
Gulla nenniru að stoppa mig
því ég er kominn á lokastig

Ég elska þetta
þetta er mín sonnetta
að tala í sviðsljósi er mín mekka
ég er done
géfið mér eitthvað að drekka  
Magnús Thoroddsen Ívarsson
1989 - ...
Ljóð samið fyrir vin minn hann Tona (Sigurð) sem þurfti að velja sér ljóð til upplestrar í Leiklistarprófi.


Ljóð eftir Magnús Thoroddsen Ívarsson

Leiklist: Sonnetta
Patreksfjörður 1
Leiklist: Stutt ljóð um ástina