Í lautarferð
Eftir að skáldin voru tekin úr umferð
komu fuglarnir aftur í borgirnar
tréin í görðunum tóku vel á móti þeim
og fólk sást aftur á Langholtsveginum
Við fórum saman á nokkrar bókabrennur
á síðkvöldum niður við Ægissíðu
við vorum þar þegar neistinn steig upp
en í logunum mátti sjá furðuverurnar hverfa
Sumarið eftir fórum við í lautarferð
til Þingvalla og austur fyrir fjall
við Drekkingarhyl horfðum við á
þegar síðasta skáldinu var varpað í djúpið
Æ síðan fuglarnir hófu aftur að syngja
sín fegurstu kvæði við ýmsan undirleik
og eftir að blómin öðluðust málið á ný
þá hef ég stolist til að skrifa þér svona ljóð
komu fuglarnir aftur í borgirnar
tréin í görðunum tóku vel á móti þeim
og fólk sást aftur á Langholtsveginum
Við fórum saman á nokkrar bókabrennur
á síðkvöldum niður við Ægissíðu
við vorum þar þegar neistinn steig upp
en í logunum mátti sjá furðuverurnar hverfa
Sumarið eftir fórum við í lautarferð
til Þingvalla og austur fyrir fjall
við Drekkingarhyl horfðum við á
þegar síðasta skáldinu var varpað í djúpið
Æ síðan fuglarnir hófu aftur að syngja
sín fegurstu kvæði við ýmsan undirleik
og eftir að blómin öðluðust málið á ný
þá hef ég stolist til að skrifa þér svona ljóð