

Rastir lykjast um aldinn reyn,
seytlar regn í mjúkri þögn.
Ljósbrot laumast um sorfin stein,
líða yfir veðruð nöfn.
Drýpur döggvot birkigrein,
dökknar skýið grámalitt.
Leika dropar um leiðisstein,
lauflétt strjúka nafnið þitt.
Milli greina á gömlum reyn,
glampar himins geislalögn.
Hún þelgóð þekkir hulin mein,
og þýðlind lofar horfin nöfn.
seytlar regn í mjúkri þögn.
Ljósbrot laumast um sorfin stein,
líða yfir veðruð nöfn.
Drýpur döggvot birkigrein,
dökknar skýið grámalitt.
Leika dropar um leiðisstein,
lauflétt strjúka nafnið þitt.
Milli greina á gömlum reyn,
glampar himins geislalögn.
Hún þelgóð þekkir hulin mein,
og þýðlind lofar horfin nöfn.