Í mánaskini
Leiksvið þitt lýsir upp dimmblá himintjöld,
loft hulið skýjum mig seiðir.
Ávallt ert hylltur öld eftir öld,
og sorgmæddar mannverur leiðir.
Skáld yrkja söngva um mánans glit,
um silfraðan hástemdan lit.

Þú friðsæla frægðarmynd,
ferðast um geim,
flóðlýsir himinn um nætur.
Þú friðsæla frægðarmynd,
er ferðast um heim,
feiminn, svo oft feiminn lætur.

Gimsteinar gull hvers virði er það
eða grimmd sú er heiminn knýr?
Döpur ég dáist er húmar að,
draumi er í geislunum býr.
Við dagsljósið deili ei byrði,
allt dulið, ef bara ég þyrði.

Þú friðsæla frægðarmynd,
ferðast um geim,
flóðlýsir himinn um nætur.
Þú friðsæla frægðarmynd,
er ferðast um heim,
feiminn, svo oft feiminn lætur.

Þá dáleidd ég horfi á þig, þú daðrar við mig,
ég sver það, ég sver það, þú brosir sem Eros.
Dáleidd ég horfi á þig
þú dansar við mig,
ég sver það, ég sver það,
við heitan vindgolukoss.
 
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung