Nafnið þitt
Rastir lykjast um aldinn reyn,
seytlar regn í mjúkri þögn.
Ljósbrot laumast um sorfin stein,
líða yfir veðruð nöfn.

Drýpur döggvot birkigrein,
dökknar skýið grámalitt.
Leika dropar um leiðisstein,
lauflétt strjúka nafnið þitt.

Milli greina á gömlum reyn,
glampar himins geislalögn.
Hún þelgóð þekkir hulin mein,
og þýðlind lofar horfin nöfn.
 
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung