Englabros
Englabros.


Englar alheimsins líta niður á þig
gefa þér vængi svo þú getur svifið um loftin blá
Skýin eru silki mjúk eins og húðin þín

Er ég lít á þig sé ég það að þú ert engilinn
sem ég hef verið að dreyma
augun þín eru svo tær að lækjaruppsprettan
er óhrein miða við augu þín

þegar tunglið lýsir mér leiðina heim
sé ég andlit þitt speglast svo fagurt í því
þegar tunglið lýsir upp andlitið mitt finn
ég hjarta mitt þrá það að sjá aftur þitt

þegar norðurljósið lýsir upp rósirnar sem ég gef þér
og tunglið fullt reikar um kaldan himininn
fellur tómleikahrollur á hjartað í mér

því vildi ég óska þess að þú værir hér með mér.
Vill ég óska þess alltaf að hafa þig hér
Þygðu þessar rósir og óska steina þrjá
óskaðu nú þér óskir þrjár

Megi allir þínir draumar og óskir rætast.
Brostu nú fagra mær svo allur heimurinn
sjá þitt fallega englabros.  
Adolf Bragi Hermannsson
1978 - ...


Ljóð eftir Adolf

Englabros
Röddin
Nóttin
Í nótt
Draumur um þig
Myrkrahöfðingi