Myrkrahöfðingi
Skugginn heltekur mitt hjarta
ást og umhyggju mun ég hata
fyrirlitning mun ég hafa
Þá hefur þú ekkert til að taka

Reiðin tekur mig á brott
kastar mér inn í svarthol
yfirbugaður af ástar sorg
með brostið hjarta


Mitt fullkomna líf
tekið frá mér
einn tveir og þrír
og það vast þú

Myrkrahöfðingi kemur nú
fel ég mína sál í hendur hans
nú lýt ég mínu höfði
sver ég mig í embætti hans

Myrkrahöfðinginn tekur mig
og mína aumu sál
gerir mig úr manni í stál
enginn getur bugað mig þá

Ekkert mun bjáta mér á
hvorki þú né þessi sár
heltekinn af hatri og sorg
ekkert mun lengur mig særa.  
Adolf Bragi Hermannsson
1978 - ...


Ljóð eftir Adolf

Englabros
Röddin
Nóttin
Í nótt
Draumur um þig
Myrkrahöfðingi