Ætíð man þig
Ég sakna þín og þess að elska
Minningar um það sem áður var
Ég er alein og sé oft svo eftir að hafa
Sleppt þér þá mér frá
ég vissi ei að eftir þér myndi ég sjá

Ætið man þig ætíð man þig
er ég var ætluð þér
ætíð man þig
nú tíminn annar er
ætíð man þig, ætíð man þig
er við vorum eitt
ætíð man þig
en nú er allt svo breytt


Ég er ennþá að þerra mín tár
þótt liðin séu ár
tíminn hann læknar enginn sár
hann hjálpar bara að gleyma
manst þú ennþá mig?

Ætið man þig ætíð man þig
er ég var ætluð þér
ætíð man þig
nú tíminn annar er
ætíð man þig, ætíð man þig
er við vorum eitt
ætíð man þig
en nú er allt svo breytt  
Eva Margrét
1992 - ...


Ljóð eftir Evu Margréti

Leiði
Lífið
Ætíð man þig
Heima