Heima
Ég sit ein heima og stari útí myrkrið
finn svo mikinn sársauka sem ég reyni að leyna
ég hugsa um gamla tíma og fer þangað í huganum
reyni svo að gleyma og líður vel í smá stund

sársaukinn sem ég finn í dag er ekki eins
hann rífur mig ekki að innan eins og áður
hann hringsnýst í huganum og er bara þar
hjartað er heilt því það opnar sig ekki lengur

er ég á réttum stað?
Ég hef alltaf vitað hvaðan ég er
en aldrei hvar ég á heima
með tímanum reyni ég að gleyma
gleyma því sem var svo gott
og halda áfram á nýjum stað
Hverju tilheyri ég og hvar á ég heima
það skiptir ekki máli ef mér líður vel

Ég hleyp í burtu frá mistökunum
en þau ná mér fljótt og grípa mig
ég sé eftir svo mörgu en hvað gerði ég rétt?
þau andlit og þeir staðir, ég vil ekki meir.

Tíminn líður hraðar með hverju árinu
átökin verða meiri og mistökin stærri
eftirsjáin er orðin svo stór að ég ræð ekki við hana
ég hugsa bara um annað og brenni mig á eldinum

er ég á réttum stað?
Ég hef alltaf vitað hvaðan ég er
en aldrei hvar ég á heima
með tímanum reyni ég að gleyma
gleyma því sem var svo gott
og halda áfram á nýjum stað
Hverju tilheyri ég og hvar á ég heima
það skiptir ekki máli ef mér líður vel

Hugsaðu þig vel um hvers þú óskar
þú gætir fengið allt  
Eva Margrét
1992 - ...


Ljóð eftir Evu Margréti

Leiði
Lífið
Ætíð man þig
Heima