Bernska
bernska er ævintýramennska
svaðilför, uppgötvanir, athafnir
að telja stjörnurnar
ferðast á enda veraldar
láta drauma rætast
á meðan ég ligg og horfi upp í skýin

sumum finnst miður
hvað tíminn hratt líður
en bernska er að upplifa
ekki telja sekúnturnar sem tifa
dagurinn í dag er bara einn
og morgundagurinn er ennþá ekki neinn

bernska, heimur sem margir hafa reynt að skýra
en fáum tekist til
verður ekki séður sem er
nema þá með því að breyta sjálfum sér
gerast ungur á ný
og ferðast til landsins sem allir eitt sinn þrifust í

bernska er töfraveröld
sem allir eiga lykil að
þar er dagurinn ævintýri
lífið fjársjóðkista
og ég prinsessan
 
Rebekka Jenný
1993 - ...


Ljóð eftir Rebekku Jenný

Bernska
Draumur
Lifun