Óvissan
Hef oft heyrt um betri stað
handan lífs og dauða
en hvað veit svosem hver um það
sem að handan bíður kauða?

Hið neðra bíður brimsalt síki
en að ofan öl og vífið.
En hvað ef Himnaríki er heimurinn
en helvíti eftirlífið?  
Hulda Jensen
1990 - ...
20-07-11


Ljóð eftir Huldu Jensen

Engill
Óvissan