Ein stund
Ein stund í lífi deyjandi dags
er dregur fram lífið til sólarlags.
Mun veita þér trú á strit þitt og streð
á sætleika lífsins og ókyrrt geð.

Því hvað tjóir þér maður svo máttvana peð
að mótmæla lífinu og koma ei með.
Um greiðfæra vegu og grýtta slóð
en gefast ei upp við svita og blóð.

Höf: JG Adessa  
Jóseph George Adessa
1952 - ...


Ljóð eftir Jóseph George Adessa

Ein stund
Ef maginn er í lagi