Ef maginn er í lagi
Manninn hendir margt í lífsins prjáli
og margan lífið hefur seitt.
Vini sína brennt á báli
og barist fyrir ekki neitt.

Og þótt fjandinn fari um heiminn
felli menn í hrönnum
og milljón mannabeinin
séu mokuð upp með krönum.

Þá ætíð gengur uppréttur
og ánægður með sitt
ef hausinn er og maginn mettur
þá metast ei um hitt.

Því það skiptir engu meginmáli
ef maginn er í lagi
Þótt sumir brenni á miðju báli
eða berjist um sitt af hverju tagi.

Höf. J.G. Adessa  
Jóseph George Adessa
1952 - ...


Ljóð eftir Jóseph George Adessa

Ein stund
Ef maginn er í lagi