Að horfa á heiminn
Það horfir hver á heiminn
út frá sjálfum sér
og þess vegna eiga margir
erfitt með að skilja þá
sem sjá hann
frá öðrum bæjardyrum.
Hver skilur öryrkjann
sem hangir á horriminni
hrjáður og smáður
og gamalmennið
sem berst í bökkum
vegna þess að auðvaldið
gramsar til sín
megininu af kökunni
sem allir eiga að nærast á?
Fyrir lítilmagnann ætíð er
erfitt rétti að ná
auðvaldskrumlan æðaber
auði að sleppa er þrá.
Það gerir best hver sjálfum sér
góðverkunum skil
því undan margur fljótast fer,
flón verða alltaf til.
út frá sjálfum sér
og þess vegna eiga margir
erfitt með að skilja þá
sem sjá hann
frá öðrum bæjardyrum.
Hver skilur öryrkjann
sem hangir á horriminni
hrjáður og smáður
og gamalmennið
sem berst í bökkum
vegna þess að auðvaldið
gramsar til sín
megininu af kökunni
sem allir eiga að nærast á?
Fyrir lítilmagnann ætíð er
erfitt rétti að ná
auðvaldskrumlan æðaber
auði að sleppa er þrá.
Það gerir best hver sjálfum sér
góðverkunum skil
því undan margur fljótast fer,
flón verða alltaf til.
Ort 2011