Um gjafir
Nota má í neyðum flest
nú skal augum gjóa
orðaflaum í langri lest
læt ég að þér róa.
Gefa af sér er lífsins lán
lýsa vegi bætir hagi,
gefa sem þú getur verið án
gleður af hverju tagi.
Tygja vil af tærri snilld
tafsa ei á stangli,
megi orð mín góð og gild
gefa á sínu rangli.
Hanarnir hæstan gala
hót ei kunna að þegja,
- oftast mest þeir mala
minnst er hafa að segja.
nú skal augum gjóa
orðaflaum í langri lest
læt ég að þér róa.
Gefa af sér er lífsins lán
lýsa vegi bætir hagi,
gefa sem þú getur verið án
gleður af hverju tagi.
Tygja vil af tærri snilld
tafsa ei á stangli,
megi orð mín góð og gild
gefa á sínu rangli.
Hanarnir hæstan gala
hót ei kunna að þegja,
- oftast mest þeir mala
minnst er hafa að segja.
Ort 2011