

Við erum öll frábær og æðisleg
almættinu fyrir þó lítil peð.
Lífið er dýrðin sem líður sinn veg
ljóst verða allir að dansa með.
Í veröldinni er margt til meins
en margt er og til bóta,
lán er að hafa ei alla eins
ef til vill bara ljóta.
Öll er vor tilvera á eina þá lund
óvissa í veraldarflæði.
Að lifa er best fyrir líðandi stund
að láni eru heimsins gæði.
almættinu fyrir þó lítil peð.
Lífið er dýrðin sem líður sinn veg
ljóst verða allir að dansa með.
Í veröldinni er margt til meins
en margt er og til bóta,
lán er að hafa ei alla eins
ef til vill bara ljóta.
Öll er vor tilvera á eina þá lund
óvissa í veraldarflæði.
Að lifa er best fyrir líðandi stund
að láni eru heimsins gæði.
Ort 2010