Mannlýsing 14.7.11
Erfði mætar eðlisgáfur
oft er viska hans á róli
af ýmsum talinn lastaláfur
og lítið eiga fyrir hóli.
Lukkutröll á lífsins vegi
lengi þó að blési í kaunin
hann á heima í Skálateigi
harður nagli það er raunin.
Ýmsa gleði má hann muna
maður lista, elds og funa
mátti lepja lífs af brunni
og leika sér í náttúrunni.
Oft nú lúinn liggur inni
leiður á snauðri tilverunni
en listagiðjan ljær mér hönd
ljúf eru hennar vinabönd.
- Ég er að yrkja
og eitthvað að þvaðra
en öll mín bestu ljóð
eru ort eftir aðra!
oft er viska hans á róli
af ýmsum talinn lastaláfur
og lítið eiga fyrir hóli.
Lukkutröll á lífsins vegi
lengi þó að blési í kaunin
hann á heima í Skálateigi
harður nagli það er raunin.
Ýmsa gleði má hann muna
maður lista, elds og funa
mátti lepja lífs af brunni
og leika sér í náttúrunni.
Oft nú lúinn liggur inni
leiður á snauðri tilverunni
en listagiðjan ljær mér hönd
ljúf eru hennar vinabönd.
- Ég er að yrkja
og eitthvað að þvaðra
en öll mín bestu ljóð
eru ort eftir aðra!
Flutt á ættarmóti út af foreldrum mínum á Hömrum við Akureyri.